föstudagur, maí 19

maybe i am just to young to keep good love from going wrong...



nokkur mál hafa brunnið í huga mér undanfarna viku í sumarfríinu mínu...
(ég kalla málshætti og orðatiltæki orðahætti eða málstæki-fólk verður að sætta sig við íslenskuna mína enda les á eigin ábyrgð...)
alltaf gott að byrja á smá disclaimer, finnst þér það ekki?
prófsúkkulaðistrákarrómantíkdjammpeningarsumarvinnaframtíðinskólagjöldstjórnmálvaxvinkonur

það er vika síðan skólinn kláraðist.
Öðru ári lokið og eitt eftir ef allt gengur að óskum....
Er ég fróðari?
Ég er bara hreint ekki svo viss.
Er ég með meðaleinkunina sem ég "þarf"?
Nei.
Ég er svoldið út og suður með þetta yndislega nám mitt. Öll mín barnalega trú um archetypes frá Jung og sjálfið frá Freud er eiginlega bara farið. Engvar draumráðningar, enginn innri losti sem stýrir mér og engar grasalækningar.
Vinkonu minni leið illa í gær og ég reyndi að hugga hana með hughreystandi orðum.
Hún sagðist þakka fyrir það að ég væri í sálfræði.
Það kom bara málinu ekkert við.
Nema kannski ef ég hefði verið að segja henni að sætta sig við veruleikann, við deyjum jú öll á endanum og svo hefði ég skilyrt hana til að hætta að reykja.....
Ég hélt ég vissi hvað mig langaði í framhaldsnám en ég held að það gæti breyst; en lífið er svosem hverfult svo við skulum kannski ekki hanga lengi í þessum dramatísku pælingum.

Ég veit ekki hvað ég kýs.
Ég veit ekki hver afstaða mín er í stjórnmálum og hvað mér finnst.
Ég hef bara ekki kynnt mér málin sem brenna á listunum þó ég held að áherslurnar séu frekar einsleitar. Ég veit ég vil velferðarkerfi. Ég veit ég vil ódýrari strætó. Annað veit ég eiginlega ekki. Það mun samt örugglega ekki hindra mig frá því að hafa skoðun á málinu og tjá mig um það.
Ég bara eiginlega veit ekki.
Eins og er snúast kosningar ekki um mig og mitt líf eins og það er í dag, kosningar snúast um loforð um framtíðina. En kjörtímabilið er bara 4 ár svo að loforð um framtíðina er frekar skammvinn, er það ekki? Svo ætla ég líka kannski bara að eiga heima í útlöndunum á þessum kjörtímabili; missi ég þá af ódýra strætóinum eða mun næsti borgarstjóri/stýra halda því áfram? Ég er með því að nýta kosningaréttinn sinn en þegar maður veit svo lítið og hefur eiginlega ekki myndað sér skoðun fer þá atkvæðið ekki bara í eitthvað rugl eins og t.d. exbé?
Úpps, ég er með skoðun. Ég veit hvað ég kýs EKKI.

þetta myndi sálfræðin mín kalla catharisis.....
orðaflæði hugans, inn á milli má svo lesa í duldar merkingar; njóttu vel...

ég hef sankað að mér bókum til lesturs fyrir sumarið. Ég var að ljúka við Chocolat og hafði mikið gaman af. Ég las hana úti á svölum hjá mömmu minni í rauðum náttslopp sjúgandi dökkann súkkulaðibita og drakk ískalda fjörmjólk með...
Ég stefni næst á Draumalandið og Hemingway... enda langt flug fyrir höndum og hangs á flugvelli..

ég hef mikið verið að velta lífinu og tilverunni fyrir mér.
þessi sumarfrísvika er eiginlega búin að fara í tjatt og djamm með stelpunum, sundferðir, út að borða og hangs; voðalega fínt allt saman.
þegar skólabækurnar svífa ekki yfir mér þá fer hausinn minn af stað í pælingum í hinu og þessu...
hvað er málið með stelpur?
ég skil ekki og nenni ekki að taka lengur þátt í þessari bilun sem við stelpurnar viðhöldum..
afhverju gagnrýnum við hver aðra svona mikið?
afhverju má hún ekki bara vera í ljósbleiku þó hún sé í holdum, afhverju má ég ekki vera loðin í sundi, afhverju afhverju afhverju afhverju....
stelpur eru stelpum verstar.
mér leiðist þetta mikið. samt bara nýlega. ég er rosalega dómhörð á aðrar stelpur og afskaplega gagnrýnin og mér leiðist það. mér finnst þetta galli frekar en kostur. það eru ekki strákar sem setja svona miklar kröfur á okkur stelpurnar að vera svona og hins segin heldur eru það við stelpurnar. við dressum okkur upp fyrir stelpurnar; vera smart og svona, lúkka og allt það.. hver tekur eftir því hvernig gallabuxum maður er í.... það eru nefnilega stelpurnar, strákar gera bara kröfu að þær séu þröngar og rassinn sjáist, true religion eða seven skiptir svo minna máli, enda kannski bara kjánalegt að eyða 24 þús í einar gallabuxur sem eyðileggjast ef þú svo mikið sem hugsar um eina muffins.
ég hef mikið verið í þessum pælingum.
sumir eins og exið kalla þetta kannski femínisma; ef svo er þá skal ég bara fara í rauðu sokkana mína svo þér líði betur.

þetta er kannski ögn dramatísk færsla en ég finn að eitthvað er að breytast hjá mér. skoðanir sem ég áður taldi vera mínar eigin og á rökum reistar er verið að endurskoða og endurmeta...
sumir kalla þetta að þroskast.
ég held það sé barasta rétt.

í bollalestrinum mínum hjá henni veigu þá var eitthvað að fara breytast hjá mér... sumarið mun taka óvænta en ánægjulega stefnu. ég veit ekki með það en ég finn að það er eitthvað inn í mér.. svona eins og þegar alien-ið reyndi að sleppa úr maganum á sigorney weaver.... skoðanir og gömul gildi sem hafa legið í dvala hafa laumulega verið að þroskast og dafna og eru nú reiðubúin að slíta gat í gegnum hjarta mitt höfuð og maga...

kannski byrjaði þetta allt á því að ég gat grátið yfir bíómynd....
.....notebook..........

ég hafði bara einu sinni áður grátið yfir bíómynd og það var þegar adam sandler söng í flugvélinni um að grow old with u og let u hold the remote control fyrir hana drew barrymore... ohjá tár voru felld í bíó.
en þessi mynd...
úffffff, ég bara get ekki hætt að gráta.... og alltaf af mismunandi atriði...


Ég fer til útlandanna ekki á morgun heldur hinn.
Ég get ekki beðið.

farin á barinn...

tjátjá

siggadögg
-sem ætlar út í kuldann-

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku siggan mín.
Ég vill minna þig á að þú kýst í Bollywood og þar ertu svo sem ekkert að taka strætó.
Íslenskir stjórnmálaflokkar eru samfeðra og sammæðra og þar af leiðandi systkynahópur, sami sauðasvipurinn á þeim öllum. En það er engum holt að vera við völd of lengi, og enn og aftur minni ég á að maðurinn er dýr og dýrsleg hegðun hans kemur m.a út í spillingu!

Og þessi helvítis klisja sem alltaf er notuð um stelpur með skoðanir, já já... það er fáfræði að kalla okkur feminista og meina það niðrandi. Við eigum að vera stoltar af því að fucking vera feministar, maneskja sem vill jafnrétti... arggg ég urra þegar þetta kemst í tal. MANESKJA sem vill JAFNRÉTTI, en ekki loðin kona sem vill misrétti konum í hag!...
Og já konur eru konum versta en ekki gleyma að vinkonur eru vinkonum bestar!
En því miður er það þannig að það er ekki hægt að tala við margt fólk um neitt annað en annað fólk, þeirra eigin fegurð og þokka, fín kaffihúsaferð en eftir á að hyggja tímasóun. Leggi til og mæli um að þessum innihaldslausu slúðurkaffahúsaferðum verði breytt í ferðir á Súfistann í bóka- og blaða leiðangur fólki til fróðleiks.

Love you lots og c u eftir 3 langa dag!

LL

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegar pælingar hjá þér.

Það eru orð að sönnu að stelpur eru stelpum verstar, á öllum vígstöðum. Ég finn það t.a.m. í háskólanum; stelpum reynist afar erfitt að samgleðjast hver annarri svo trúverðugt sé!

Góða skemmtun í útlandinu!

Sunna sagði...

Gullið mitt, það er gott að þroskast!
Ég var að horfa á Notebook, er eftir mig með grátbólgin augu. Þessi mynd er rosaleg(viðurkenni það núna, þó að ég hafi hlegið og púað á trailerinn, trúði ekki að hún gæti verið góð!)
Hafðu það rosalega gott í öllum útlöndunum, drekktu rauðvín, bjór og gulrótarsafa. Knús frá London.. förum til Cannes á morgun í sólina, get ekki beðið!! kissikiss

eks sagði...

Vona að þú sért að njóta lífsins í botn við miðjarðarhafið :) En ég er samt en að bíða eftir skemmtilegum e-mail frá þér.... manstu?
LOVE og meiri LOVE
Þín elsa

Nafnlaus sagði...

hey sæta elsa mín og sönsjæn :)
á spáni er gott að djamma og djúsa diskótekunum á hey!
héðan er barasta allt fínt að frétta, höfum ekki mikið verið að sleikja sólina en HogM er farið að þekkja mig persónulega með nafni.. það hafa ófá rauðvínssglösin verin drukkin sem og mojito, svakalega fínt..
elsan mín, pósturinn þinn verður að bíða þangað til að ég kem heim sæta mín....
stelpan fer svo til danmerkur á fimmtudaginn í minn reglulega 5 daga skammt af rómantík....
keep u posted ;)

siggadögg

Nafnlaus sagði...

hey lilla min
tu verdur nu ad fara ad skrifa eg er farin ad sakna tin svo mikid needs you before 14 juli i boston
have to go to africa
love auntie